Þjóðaröryggisstefna í mótun
Nefnd um mótun þjóðaröryggistefnu fyrir Ísland hefur skilað af sér tillögum til utanríkisráðherra. Á síðasta þingi var skipuð nefnd með fulltrúum allra flokka sem þá sátu á Alþingi á grundvelli þingsályktunar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Veitti Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður nefndinni formennsku.
Nefndin leitaði víða fanga við undirbúning tillagnanna og hitti fyrir innlenda og erlenda sérfræðinga. Í tillögum nefndarinnar er þjóðaröryggi skilgreint með víðtækum hætti og tekur til virkrar utanríkisstefnu, varnarstefnu og almannaöryggis.
Utanríkisráðherra mun, á grundvelli tillagna nefndarinnar, leggja þingsályktunartillögu um þjóðaröryggisstefnu Íslands fyrir Alþingi.
Hér að neðan er hægt að nálgast tillögur nefndarinnar ásamt bókunum fulltrúa einstakra þingflokka og skilabréfi nefndarinnar.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Bókun fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
Skilabréf