Hoppa yfir valmynd
14. mars 2014 Utanríkisráðuneytið

Norrænir þróunarmálaráðherrar funda um mótun þróunarmarkmiða

Norrænir þróunarmálaráðherrar funduðu í dag í Helsinki um mótun nýrra þróunarmarkmiða og aukna norræna samvinnu á þeim vettvangi. Þá var einnig rætt um þróunarstarf í óstöðugum ríkjum, stöðuna í Úganda í ljósi nýrra laga sem herða refsingar við samkynhneigð, og starf norrænna stofnana á borð við Nordisk Afrika Institute ( NAI) og Norræna þróunarsjóðinn (NDF). Við mótun nýrra markmiða leggur Ísland áherslu á fjögur meginsvið; jafnréttismál, málefni hafsins, landgræðslu og orkumál. María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tók þátt í fundinum fyrir hönd Íslands.

Í kjölfar fundarins gáfu ráðherrarnir út sameiginlega yfirlýsingu m áherslur Norðurlandanna hvað viðvíkur mótun nýrra þróunarmarkmiða. Þar kemur m.a. fram að Norðurlöndin leggi ríka áherslu á að ný markmið í þróunarsamvinnu byggi á virðingu fyrir mannréttindum og að þau byggist á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar; umhverfislegri, félagslegri og efnahagslegri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta