Úthlutun á styrkjum úr Veiðikortasjóði 2014
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2014. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fimmtán umsóknir að fjárhæð um 60 milljónir króna. Til úthlutunar voru um 30 milljónir króna.
Ráðuneytið sendi umsóknir um styrki til umsagnar Umhverfisstofnunar í samræmi við ákvæði laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Umhverfisstofnun fékk álit ráðgjafarnefndar um úthlutanir í samræmi við úthlutunarreglur fyrir Veiðikortasjóð.
Ráðuneytið hefur að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og áliti ráðgjafarnefndarinnar um umsóknirnar ákveðið að veita eftirfarandi aðilum styrki úr
- Háskóli Íslands, krónur 3.890.000 vegna verkefnisins: Stofnþróun íslenskra bjargfugla.
- Náttúrustofa Suðurlands, Vestmannaeyjum, krónur 3.620.000 vegna verkefnisins: Lundarannsóknir 2014. Vöktun viðkomu, fæðu, líftala og könnun vetrarstöðva.
- Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 8.500.000 vegna verkefnisins: Vöktun rjúpnastofnsins og afrán fálka á rjúpu.
- Náttúrustofa Norðausturlands, Náttúrustofa Vestfjarða og Náttúrustofa Suðurlands, krónur 3.460.000 vegna verkefnisins: Farhættir og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla.
- Náttúrustofa Suðausturlands, krónur 2.000.000 vegna verkefnisins: Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd / Beitarálag á Suðausturlandi.
- Náttúrustofa Suðvesturlands , Rannsóknarsetur HÍ Suðurnesjum og US Geological Survey, krónur 2.000.000 vegna verkefnisins: Heilbrigði veiðitegunda, gæs, endur, svartbakur, svartfugl.
- Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum og Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 2.500.000 vegna verkefnisins: Sníkjudýr rjúpunnar 2013 og 2014 - tegundir og fjöldi á 8. og 9. ári langtímarannsóknar.
- VERKÍS, krónur 800.000 vegna verkefnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa.
- Ævar Pedersen, krónur 700.000 vegna verkefnisins: Íslensk fuglabjörg og hlunnindi þeirra.