Hoppa yfir valmynd
20. mars 2014 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra staðfestir þvingunaraðgerðir

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra staðfesti í dag þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga. Utanríkisráðherra fordæmir innlimun Rússlands á Krím og ítrekar fyrri yfirlýsingar sínar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að Krímskagi skyldi verða hluti af Rússlandi.

Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin á Krímskaga ákváðu EFTA-ríkin 18. mars að slá á frest frekari viðræðum við tollabandalag Rússlands, Belarús (Hvíta-Rússlands) og Kazakstan um fríverslun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta