Fundur um tækifæri ungs fólks á Norðurlöndum
Í tilefni af degi Norðurlanda, þann 23. mars, var haldinn örfundur um tækifæri ungs fólks á Norðurlöndum í Stúdentakjallaranum föstudaginn 21. mars. Samstarfsráðherra Norðurlanda, Eygló Harðardóttir, ávarpaði fundinn en einnig fluttu Saga Roman alþjóðafulltrúi stúdentaráðs og Ásdís Eva Hannesdóttir frá Norræna félaginu stutt ávörp um mikilvægi Norðurlandasamstarfs fyrir stúdenta. Sigtryggur Baldursson kynnti norræna spilunarlistann. Þá gátu stúdentar kynnt sér ýmis norræn verkefni eins og Nordplus, Nordjobb og Nordlys og upplýsingaskrifstofuna Hallo Norden.