Konur og karlar á Íslandi 2014
Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn Konur og karlar á Íslandi 2014 í samstarfi við Hagstofu Íslands og velferðarráðuneytið. Þar er birt samantekt á helstu tölum um hlut karla og kvenna á ýmsum sviðum samfélagsins.
Í bæklingnum eru meðal annars upplýsingar um stöðu kynjanna á vinnumarkaði, í menntakerfinu og í áhrifastöðum, ásamt upplýsingum um mannfjölda, fjölskyldur og fæðingarorlof. Bæklingurinn er einnig gefinn út á ensku.