Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ útskrifar 22 nemendur
Tuttugu og tveir nemendur frá fjórtán löndum útskrifuðust í dag frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þetta er sextánda útskrift skólans og voru sjö konur í hópnum. Frá upphafi hafa alls 286 nemar frá 48 löndum lokið sex mánaða námi við skólann, þar af eru 40% konur.
Við útskriftina hélt Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, ávarp. Þar lagði hann áherslu á mikilvægi sjávarútvegs fyrir lífsafkomu þróunarlanda auk nauðsynjar þess að nýting auðlindarinnar sé sjálfbær. Þá greindi hann frá því að málefni hafsins séu eitt af fjórum áherslusviðum Íslands þegar kemur að mótun nýrra þróunarmarkmiða eftir að Þúsaldarmarkmið SÞ renna sitt skeið á enda árið 2015.
Sjávarútvegsskóli HSÞ hefur verið starfræktur frá árinu 1998 og er starfsemi hans fjármögnuð með opinberum framlögum til þróunarsamvinnu. Auk sex mánaða þjálfunar sérfræðinga veitir skólinn afburðanemendum sem lokið hafa sex mánaða námi hérlendis styrki til framhaldsnáms á Íslandi. Hingað til hafa 14 útskrifast, sjö með meistaragráðu, fimm með doktorsgráðu og einn með hvorutveggja.
Því til viðbótar stendur Sjávarútvegsskólinn fyrir námskeiðahaldi í samstarfslöndum, oftast með þátttöku fyrrum nema. Alls hafa um 1.000 manns sótt slík námskeið frá því þau hófust árið 2004. Á síðasta ári voru haldin sjö slík námskeið. Í St Lucia og Vietnam voru haldin námskeið sem fólk frá fleiri löndum sóttu, og í Namibíu og Kenya voru sértæk fyrir þessi lönd. Að auki stóð Sjávarútvegsskólinn ásamt Háskólanum í Nha Trang fyrir ráðstefnu í Víetnam í tengslum við undirritun samstarfssamnings milli Matís og Háskólans í Nha Trang.
Sjávarútvegsskóli HSÞ hefur verið starfræktur frá árinu 1998 og er starfsemi hans fjármögnuð með opinberum framlögum til þróunarsamvinnu. Auk sex mánaða þjálfunar sérfræðinga veitir skólinn afburðanemendum sem lokið hafa sex mánaða námi hérlendis styrki til framhaldsnáms á Íslandi. Hingað til hafa 14 útskrifast, sjö með meistaragráðu, fimm með doktorsgráðu og einn með hvorutveggja.
Því til viðbótar stendur Sjávarútvegsskólinn fyrir námskeiðahaldi í samstarfslöndum, oftast með þátttöku fyrrum nema. Alls hafa um 1.000 manns sótt slík námskeið frá því þau hófust árið 2004. Á síðasta ári voru haldin sjö slík námskeið. Í St Lucia og Vietnam voru haldin námskeið sem fólk frá fleiri löndum sóttu, og í Namibíu og Kenya voru sértæk fyrir þessi lönd. Að auki stóð Sjávarútvegsskólinn ásamt Háskólanum í Nha Trang fyrir ráðstefnu í Víetnam í tengslum við undirritun samstarfssamnings milli Matís og Háskólans í Nha Trang.