Ný reglugerð um starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra
Ný reglugerð um starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra hefur verið undirrituð í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Reglugerðin felur í sér hentugri framsetningu en áður hefur verið og eru ákvæði hennar mun skýrari og ýtarlegri en sambærileg ákvæði eldri byggingarreglugerðar.
Samkvæmt hinni nýju reglugerð munu tryggingar sem í gildi eru við gildistöku reglugerðarinnar halda gildi sínu til loka vátryggingartímabils viðkomandi vátryggingarsamninga. Þá ber að hafa skilmála trygginga við endurnýjun eða framlengingu þeirra í samræmi við hina nýju reglugerð.
Reglugerðin á sér stoð í lögum um mannvirki og tekur við af ákvæðum eldri byggingarreglugerðar um viðkomandi tryggingar. Hún tekur gildi 1. júní 2014.
Reglugerð nr 271/2014 um starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra.