Hjördís Stefánsdóttir sett forstjóri Persónuverndar til eins árs
Hjördís Stefánsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, hefur tímabundið verið sett forstjóri Persónuverndar. Gildir setning hennar frá 1. apríl 2014 til 31. mars 2015.
Sigrún Jóhannesdóttir, skipaður forstjóri Persónuverndar, hefur verið í leyfi frá störfum sínum síðustu misseri og óskaði hún eftir framlengdu leyfi. Innanríkisráðherra hefur orðið við ósk forstjórans um framlengt leyfi og sett Hjördísi Stefánsdóttur forstjóra í leyfi Sigrúnar.