Þriðja úttekt OECD vegna umhverfismála á Íslandi langt komin
Umhverfismál á Íslandi voru í brennidepli á fundi vinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um umhverfismál í síðustu viku. Þá sat sendinefnd Íslands fyrir svörum gagnvart nefndinni varðandi ýmis atriði í skýrslu stofnunarinnar vegna úttektar OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi, sem nú er í vinnslu hjá stofnuninni (Iceland – Environmental Performance Review).
Þetta er þriðja úttekt OECD á umhverfismálum á Íslandi en stofnunin hefur framkvæmt slíkar úttektir á aðildarríkjum OECD frá árinu 1990. Síðasta úttekt Íslands af þessu tagi var gefin út í skýrslu OECD árið 2001. Að jafnaði eru 3-4 aðildarríki OECD tekin fyrir ár hvert með þessum hætti, en vinna við þriðju úttekt Íslands hófst í september 2012.
Sex manna sendinefnd Íslands sat fyrir svörum.
Í skýrslunni er fjallað um allar helstu stærðir og álagsþætti umhverfisins, en að þessu
Íslenska sendinefndin ásamt fulltrúum OECD.
sinni var auk þess lögð sérstök áhersla á ítarlega greiningu á því álagi sem orkugeirinn og ferðaiðnaðurinn hefur í vaxandi mæli í för með sér og endurspeglast m.a. í aukinni umræðu um þolmörk álagssvæða á ferðamannastöðum.
Endanleg skýrsla OECD um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi sl. 10-12 ár er væntanleg í september.