Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Frumvarp um varnir gegn gróðureldum

Sina

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um varnir gegn gróðureldum. Frumvarpið nær til meðferðar elds á víðavangi, m.a. sinubrenna.

Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja öryggi og heilsu fólks, koma í veg fyrir eignatjón og draga úr mengun og skaða á umhverfinu. Löggjöfinni er ætlað að vera fyrirbyggjandi og tekur þannig til ýmissa varúðarráðstafana vegna hættu á gróðureldum. Ákvæði um sinubrennur eru þrengd, m.a. með því að heimila þær eingöngu á lögbýlum þar sem stundaður er landbúnaður.

Í frumvarpinu er lagt til það nýmæli að sveitarstjórnum verði heimilt að afmarka svæði í brunarvarnaáætlunum þar sem óheimilt er að brenna sinu vegna þeirrar hættu sem af því getur stafað. Einnig er lagt til að slökkvilið geti nú farið fram á endurgreiðslu kostnaðar vegna útkalls ef um saknæman verknað er að ræða. Loks er í frumvarpinu ákvæði um gjaldtöku, bótaábyrgð og viðurlög.

Frumvarpið var unnið í samstarfi við Mannvirkjastofnun og Bændasamtök Íslands og í samráði við aðra haghafa.

Frumvarp til laga um varnir gegn gróðureldum.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta