Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2014 Utanríkisráðuneytið

Fundað um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum

Norrænir ráðherrar í Tromsö

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók þátt í fundi varnarmálaráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í Tromsø í Norður-Noregi 8.-9. apríl. Aðalumfjöllunarefni fundarins voru málefni Úkraínu og öryggishorfur í Evrópu, þróun Atlantshafsbandalagsins og aukið norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum.

Norðurlöndin eru samstíga um að fordæma aðgerðir Rússa í Úkraínu sem brjóta gegn alþjóðalögum. Gunnar Bragi sagði mikilvægt að styrkja norræna varnarsamvinnu  en sameiginleg loftvarnaræfing Noregs, Svíþjóðar og Finnlands sem haldin var á Íslandi í febrúar væri gott dæmi um slíka samvinnu.

Ráðherrarnir ræddu eftirfylgni og niðurstöður sameiginlegs fundar varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn var á Íslandi í febrúar sl. og var mikil ánægja með fundinn og áhugi á að koma á reglulegra samráði milli ráðherranna.

Á fundinum var rætt um hvernig Norðurlöndin geta í sameiningu stutt umbætur í öryggismálum í löndum sem hafa lent í átökum eða vilja stuðla að úrbótum á því sviði og var þar m.a. rætt um stuðning við stjórnvöld í Úkraínu. Þá er unnið að því að skoða hvernig löndin geta sameiginlega eflt framlag sitt til alþjóðlegra friðargæsluverkefna á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta