Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2014 Utanríkisráðuneytið

Stefán Haukur til nýstofnaðrar eftirlitssveitar ÖSE í Úkraínu

Stefan-Haukur-Johannesson-138x189px
Stefán Haukur Jóhannesson

Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra heldur í dag til starfa í nýstofnaðri eftirlitsveit Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í Úkraínu. Hann mun fara fyrir einu af 10 teymum eftirlitsmanna í landinu, en teymi hans verður í höfuðborginni Kænugarði og héraðinu þar í kring.

Stefán Haukur á að baki mikla reynslu sem samningamaður og leiddi t.d. til lykta samninga um inngöngu Rússlands í Alþjóðaviðskiptastofnunina.

Alls munu rúmlega 100 manns starfa í eftirlitssveitinni fyrst um sinn en möguleiki er á að þeim fjölgi í allt að 500. Eftirlitsteymi verða í 10 borgum og héruðum þar í kring; Chernivtsi, Dnepropetrovsk, Donetsk, Ivano-Frankivsk, Kharkiv, Kherson, Kænugarði , Luhansk, Lviv  og Odessa.  Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra staðfesti þátttöku Íslendinga í eftirlitssveit ÖSE við á fundi með úkraínskum starfsbróður sínum, Andrii Deshchytsia, í Kænugarði fyrir hálfum mánuði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta