Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2014 Utanríkisráðuneytið

Áframhaldandi tækifæri í jarðhita

Gunnar Bragi og Sufian Ahmed, fjármálaráðherra Eþíópíu.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Sufian Ahmed, fjármálaráðherra Eþíópíu í tengslum við vorfund Alþjóðabankans sem haldinn er í Washington. Á fundinum var m.a. rætt um samstarf  Íslands, Alþjóðabankans og Norræna þróunarsjóðsins um aukna nýtingu jarðhita í Eþíópíu en talið er að möguleikar séu á 5000 mw framleiðslu á rafmagni úr jarðhita þar í landi.

Jafnframt ræddu ráðherrarnir um viðskiptatækifæri þar á meðal fyrir íslensk jarhitafyrirtæki og gerð viðskiptasamninga milli ríkjanna.  Fjármálaráðherra Eþíópíu sagðist ánægður með jarðhitasamstarfið og lagði áherslu á að það yrði eflt enn frekar. Íslensk-amerískt fyrirtæki hefur samið við ríkisstjórn Eþíópíu um þróun jarðhitanýtingar og munu rannsóknarboranir hefjast síðar í sumar.

Einnig fundaði utanríkisráðherra með Maxwell M. Mkwezalamba, fjármálaráðherra og Ralph Pachalo Jooma, efnahags- og þróunarmálaráðherra Malaví .

Malaví er eitt af þremur samstarfslöndum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.  Á fundinum var m.a. rætt um þróunarsamvinnu ríkjanna en Ísland vinnur með héraðsyfirvöldum í Mangochi héraði í Malaví um eflingu grunnþjónustu sem samanstendur m.a. af lýðheilsu, grunnmenntun og vatns og hreinlætismálum.  Einnig hafa nemendur frá Malaví verið við nám við Háskóla SÞ á Íslandi og stutt hefur verið við þróunarverkefni íslenskra félagasamtaka í Malaví.

 Malavísku ráðherrarnir lýstu yfir ánægju sinni með samstarfið og sögðu það hafi skilað milkum árangri og skipt sköpum fyrir lífsviðviðurværi íbúa héraðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta