Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2014 Utanríkisráðuneytið

Ráðstefna og málþing um jafnréttismál

Hvers vegna taka svo fáir karlmenn feðraorlof? Hvernig hefur kynjaskipting á vinnumarkaði og á heimilum áhrif á jafnrétti? Hvers vegna starfa fáir karlmenn við umönnun og kennslu? 

Þessar spurningar eru á meðal þeirra sem leitað verður svara við á ráðstefnu og málþingi um jafnréttismál, sem haldið verður í Þórshöfn, í Færeyjum, í maí. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar og fræðimenn af Norðurlöndum. Kynntar verða niðurstöður úr rannsóknarverkefninu Deletid i Norden. Einnig verður haldið málþing um stjórnmál, kyn og jafnrétti, í tengslum við 100 ára kosningrétt kvenna á Norðurlöndum. 

Nánari upplýsingar (pdf)
Hægt er að skrá þátttöku hér. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta