Evrópska bólusetningarvikan hófst í dag
Evrópsk bólusetningarvika hófst í dag í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Markmiðið er að beina athygli að mikilvægi bólusetninga til að vernda fólk á öllum aldursskeiðum gegn smitsjúkdómum.
Dagurinn í dag er tileinkaður ungbarna- og barnabólusetningum. Miðvikudagurinn er tileinkaður bólusetningum unglinga, fimmtudagurinn bólusetningum fullorðinna og á föstudaginn 25. apríl verður áhersla lögð á bólusetningar aldraðra.