Upplýsingafundur um samningaviðræður um þjónustuviðskipti, 23. apríl 2014
Utanríkisráðuneytið í samstarfi við innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið stóð fyrir upplýsingafundi með fulltrúum ASÍ, BHM og BRSB þann 23. apríl 2014. Fjallað var um framgang marghliða viðræðna um þjónustuviðskipti (TiSA) og þjónustuviðræður í EFTA-fríverslunarsamningum.
Á fundinum var spurt út í skuldbindingalista Íslands og áherslusvið í samningaviðræðunum. Óskað var eftir því að fá sent eintak af tilboðinu þegar slíkt væri tímabært og afrit af endurskoðuðu GATS tilboði Íslands frá árinu 2005. Varðandi upplýsingaflæði var rætt að utanríkisráðuneytið myndi senda í kjölfar TiSA-viðræðulota upplýsingapóst um efni viðræðnanna og stöðu þeirra til hagsmunasamtakanna til að verða við óskum um aukið upplýsingaflæði.