Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2014 Utanríkisráðuneytið

Ísland og Kambódía árita loftferðasamning

Kristján Andri Stefánsson, sendiherra, og Mao Havanall, ráðuneytisstjóri fyrir flugsamgöngur í Kambódíu undirrita samninginn.
Loftferðasamningur við Kambódíu undirritaður

Í dag var loftferðasamningur við Kambódíu áritaður í utanríkisráðuneytinu. Auk farþega og farmflugs milli ríkjanna heimilar samningurinn flug til og frá þriðju ríkjum með ákveðnum takmörkunum. Sambærilegar heimildir gilda varðandi leiguflug. Samningurinn tekur þegar gildi.

Stöðugt vaxandi umsvif íslenskra flugrekenda hafa kallað á aukna áherslu á opnun nýrra markaða með gerð tvíhliða loftferðasamninga. Ísland hefur með þessum samningi gert 82 loftferðasamninga sem heimila flug til 95 ríkja. Íslenskir flugrekendur nýta þær heimildir sem í samningunum felast  ákaflega vel og sýnt er að aukin umferð erlendra flugfélaga til Íslands eigi sinn þátt í ört vaxandi gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta