Fundað með fulltrúum félagasamtaka
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fundaði á dögunum með fulltrúum frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfisvernd. Á fundinum var farið vítt og breitt yfir þau málefni sem efst eru á baugi varðandi náttúru- og umhverfisvernd.
Alls voru fulltrúar sjö samtaka á fundinum þar sem meðal annars var rætt um náttúrupassa, rammaáætlun og virkjanamál almennt, náttúruverndarlög, almannarétt, friðland í Þjórsárverum, velferð og veiðar villtra dýra og áherslur sem stuðla að umhverfisvernd, auk annarra mála.
Auk ráðherra og fulltrúa samtakanna tóku ráðuneytisstjóri og skrifstofustjórar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þátt í fundinum fyrir hönd ráðuneytisins. Áttu þessir aðilar góðar samræður um umhverfismál þar sem fjölbreytt sjónarmið um ýmsar hliðar umhverfismála komu fram.
Frá fundi umhverfis- og auðlindaráðherra með fulltrúum félagasamtaka. .