Fundur um þróunarsjóð innflytjendamála
Innflytjendaráð boðar til hádegisverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála, þriðjudaginn 6. maí næstkomandi í Iðnó kl. 12.00 - 13.15. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis
Þróunarsjóður innflytjendamála hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og hafa um 100 verkefni og rannsóknir fengið styrki úr sjóðnum frá upphafi. Lögð hefur verið áhersla á að styrkja fjölbreytt verkefni, sem dæmi má nefna leikrit, útvarpsþætti, fræðslu gegn fordómum, vinnumarkaðsúrræði og rannsóknir. Á fundinum verður tilkynnt um þau verkefni sem fá styrk árið 2014 og fjallað um áhersluatriði sjóðsins í úthlutuninni, þ.e. húsnæðismarkaðinn og félagasamtök sem vinna að hagsmunum innflytjenda.
Fundarstjóri er Sigurjón Norberg Kjærnested, formaður innflytjendaráðs.
Dagskrá
Kl. 12.00 Súpa og brauð
Kl. 12.15-12.35 Staða innflytjenda á húsnæðismarkaðnum,Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum.
Kl. 12.35-12.50 Mikilvægi frjálsra félagasamtaka í réttindabaráttu innflytjenda,Tatjana Latinovic, varaformaður innflytjendaráðs
Kl. 12.50-13.10 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjallar um helstu áherslu framkvæmdaáætlunar í málefnum innflytjenda og tilkynnir verkefni og rannsóknir sem fá styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála 2014.
Að loknu erindum gefst fundargestum færi á að bera fram fyrirspurnir til fyrirlesara.
Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis.