Hoppa yfir valmynd
6. maí 2014 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra ræðir Úkraínu á ráðherrafundi Evrópuráðsins

Torbjörn Jagland, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, Gunnar Bragi og Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fór yfir þróun mála á Krím og átökin í austurhluta Úkraínu í ræðu á ráðherrafundi Evrópuráðsins í dag. Sagði hann að með átökunum væri vegið að grunngildum Evrópuráðsins sem byggi á lýðræðislegum stjórnarháttum, réttarríki og vernd mannréttinda. Sé vikið frá þeim gildum, leiði það til vantrausts, ótta og óöryggis og sú sé staðan nú.

„Úkraínska þjóðin á rétt á að búa við frið, lýðræði og réttlæti.  Genfarsamkomulagið frá 17. apríl gaf von um að hægt væri að ná fram friðsamlegri lausn. Sú hefur ekki orðið raunin og staðan nú einkennist af ofbeldi, ógnunum og takmörkunum á frelsi fjölmiðla. Íbúar landsins krefjast breytinga.  Þeir hafa tapað miklu en halda þó enn í vonina um bjartari tíma," sagði Gunnar Bragi.

Utanríkisráðherra hefur síðustu tvo daga tekið þátt í ráðherrafundi Evrópuráðsins í Vín. Evrópuráðið vinnur að því að efla samvinnu aðildarríkjanna 47 og standa þannig vörð um mannréttindi, lýðræðislega stjórnarhætti og mannleg gildi.

Heimasíða Evrópuráðsins um fundinn

Ræða utanríkisráðherra á fundi Evrópuráðsins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta