17. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti
Fundarheiti og nr. fundar: 17. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund: Velferðarráðuneytið 7. maí. 14.00 -15.30.
Málsnúmer: VEL12100264.
Mætt: Benedikt Valsson (BV, Svf), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Georg Brynjarsson (GB, BHM), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR) Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps (AKÁ), Svanhildur Kr. Sverrisdóttur (SKS, MRN), Rósa G. Erlingsdóttir (RGE) starfsmaður aðgerðahóps og Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK, VEL).
Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.
Dagskrá:
1. Fundargerð 16. fundar lögð fram til samþykktar
Fundargerð samþykkt.
2. Umsóknir í framkvæmdasjóð jafnréttismála – staða mála
RGE fór yfir stöðu mála hvað varðar umsóknir í framkvæmdasjóð jafnréttismála og lagði umsóknir hópsins fram til kynningar. Á næsta fundi ráðherranefndar um jafnréttismál verður tekin ákvörðun um skiptingu fjármuna úr sjóðnum.
3. Fræðsla tengd innleiðingu jafnlaunastaðals
Samanber ákvörðun á 15. fundi aðgerðahópsins áttu verkefnastjórar tilraunaverkefnis GE og EMÞ ásamt MT og HGS fund með forsvarsaðilum helstu starfsmenntasjóða opinbera vinnumarkaðarins og forsvarsaðilum Fræðslusetursins Starfsmenntar þann 29. apríl sl. Rætt var samstarf og aðkoma þessara sjóða að vinnustofum tengdum innleiðingu jafnlaunastaðalsins, aðkomu ráðgjafa/fræðslustjóra að láni og námskeið fyrir úttektaraðila. Mikill samhugur ríkti á fundinum og mun Hulda Arnbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Starfsmenntar gera drög að samkomulagi sem allir aðilar gætu undirritað.
Rætt var um gerð sérstaks jafnlaunamerkis sem fyrirtæki og stofnanir gætu auðkennt sig með hafi þær hlotið jafnlaunavottun á grundvelli staðalsins. BV bar upp þá hugmynd að efna til hönnunarsamkeppni um gerð merkis. GE og RGE tóku að sér að afla upplýsinga um hvernig best væri að standa að hönnunarkeppni. .
4. Aðgerðaáætlun um launajafnrétti – verkefnalýsing fyrir framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum til fjögurra ára 2014−2018
Farið var yfir drög að aðgerðaáætlun um launajafnrétti. RGE upplýsti aðgerðahópinn um að skipunartími hópsins rennur út í desember 2014, með möguleika á framlengingu. Á fundinum kom fram skýr vilji um að aðgerðahópurinn haldi áfram þannig að hann nái að ljúka þeim verkefnum sem tilgreind eru í skipunarbréfi hans.
5. Önnur mál
RGE kynnti ráðstefnu um jafnréttismál sem haldin verður í Færeyjum í samstarfi við vestnorræna ráðið. RGE kynnti einnig fyrstu dagskrárdrög ráðstefnu um jafnlaunamál sem haldin verður í samstarfi aðgerðahóps og samnorræna tengslanetsins um jafnrétti á vinnumarkaði þann 13. nóvember 2014.
Svanhildur Kr. Sverrisdóttur (SKS) er nýr fulltrúi í aðgerðahópnum frá menntamálaráðuneytinu og Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG) tekur við sem fulltrúi KÍ í stað Odds S. Jakobssonar (OSJ).
Fleira var ekki rætt.
Næsti fundur verður 18. júní kl. 14.00-15.45
Rósa G.Erlingsdóttir