Heildarútgáfa Íslendingasagna
Var þetta í fyrsta skipti sem Íslendingasögurnar koma út í heildarútgáfu á norrænu tungumálunum á dönsku, sænsku og norsku. Einnig var þetta í fyrsta skipti sem margar sagnanna hafa verið þýddar á hin norrænu málin. Hátt í 100 þýðendur komu að þeirri vinnu. Þjóðhöfðingjar landanna þriggja, þau Margrét Þórhildur Danadrottning, Haraldur Noregskonungur og Carl Gustav Svíakonungur rituðu heiðursformála í útgáfurnar. Voru verkin afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu, þann 28. apríl síðastliðinn.