Hoppa yfir valmynd
14. maí 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Um 70 milljónum úthlutað í styrki úr Lýðheilsusjóði

Embætti landlæknis
Embætti landlæknis

Úthlutað hefur verið úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2014. Sjóðurinn er skilgreindur í lögum um landlækni og lýðheilsu og er markmiðið með honum að styrkja lýðheilsustarf í landinu. Í ár bárust 187 umsóknir um styrki til margvíslegra verkefna. Alls hlutu 104 verkefni styrk, samtals um 70 milljónir króna.

Heilbrigðisráðherra skipar stjórn sjóðsins sem sér um að úthluta úr honum.

Í ár var sérstaklega auglýst eftir verkefnum sem fela í sér: 

  • Heildrænar aðgerðir í forvörnum og heilsueflingu sem miða að heilbrigðum lifnaðarháttum.       
  • Að auka þekkingu og færni fagfólks og foreldra um árangursríkar áfengis- og kannabisforvarnir.         
  • Þjálfun fagfólks í meðferð við tóbaksfíkn og þróun þjónustueiningar fyrir aðstoð til tóbaksleysis.        
  • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu og vellíðan barna, unglinga og fjölskyldna.

Á vef Embættis landlæknis má lesa nánar um úthlutun styrkjanna og hvaða verkefni hlutu styrk að þessu sinni.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta