Fundur utanríkisráðherra með Michel Barnier
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði í gær með Michel Barnier, sem fer með málefni inni markaðarins í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Barnier sagði Evrópusambandið ákveðið í því að halda virkni EES samningsins. Hann sagðist skilja stöðu Íslands vegna gjaldeyrishaftanna og vonast til þess að úr þeim leysist sem fyrst. ESB væri tilbúið til samstarfs um lausn gjaldeyrishaftanna innan EES-samningsins.
„Samstarf ESB og EES ríkjanna um innri markað og framkvæmd EES-samningsins er mikilvægt fyrir okkur öll. Í 20 ár hefur samningurinn verið okkur farsæll og einfaldað viðskipti innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins,” sagði Gunnar Bragi.
Þá fundaði utanríkisráðherra einnig með Kristni Árnasyni framkvæmdastjóra Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA. Þeir ræddu stöðu fríverslunarsamninga hjá samtökunum og mögulega framvindu þeirra á næstunni.
Einnig fundaði Gunnar Bragi með Stine Andresen, framkvæmdastjóra uppbyggingarsjóðs EFTA. Kom fram mikil ánægja með verkefni sem Íslendingar hafa unnið að og þá sérstaklega mennta- og rannsóknastofnanir sem hafa tekið virkan þátt í starfi sjóðsins.