Hoppa yfir valmynd
20. maí 2014 Utanríkisráðuneytið

Neyðaraðstoð vegna flóðanna í Serbíu og Bosníu-Hersegóvínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 3 m. kr. í neyðaraðstoð til Serbíu og Bosníu-Hersegóvínu. Fjármunirnir eru til þess að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir á svæðinu vegna flóða eftir mesta úrfelli síðan mælingar hófust árið 1894. 

Stór landssvæði eru undir vatni – um 40% lands í Bosníu og Hersegóvínu en um 15% í Serbíu. Tugir manns hafi farist af völdum flóðanna og er talið að yfir hundrað þúsund manns hafi hrakist af heimilum sínum eða verið flutt á brott vegna flóðanna. Þá er yfir milljón manns án drykkjarhæfs vatns og hefst fólk við í neyðarskýlum og bráðabirgðahúsnæði.

 „Hugur okkar er hjá þeim fjölmörgu sem hafa beðið tjón eða misst ástvini í flóðunum. “ segir Gunnar Bragi. 

 Framlögin munu renna til landsfélaga Rauða krossins á flóðasvæðinu sem sinna hjálparstarfi. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta