Stjórnarráðið staðfestir Jafnréttissáttmála UN Women
Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytis, undirritaði í dag fyrir hönd Stjórnarráðs Íslands, Jafnréttissáttmála stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna.
Þetta er í fyrsta sinn sem öll ráðuneyti eins ríkis undirrita þennan sáttmála í sameiningu. Jafnframt var undirritaður sáttmáli SÞ um samfélagslega ábyrgð.
Undirritunin fór fram á opinni ráðstefnu UN Women á Íslandi, Festa og Samtaka atvinnulífsins á Hótel Nordica.