Hoppa yfir valmynd
30. maí 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Monique Barbut með opin fyrirlestur á mánudag

Monique Barbut

Monique Barbut, framkvæmdastýra Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, heldur opinn fyrirlestur á mánudag þar sem hún færir rök fyrir því að landgræðslumál og betri stjórn landnýtingar á heimsvísu geti hjálpað við aðlögun að loftslagsbreytingum og þurrkum, dregið úr fólksflótta og átökum vegna rýrnandi náttúruauðlinda og tryggt sjálfbæra landbúnaðar- og orkuframleiðslu.

Barbut er reyndur franskur diplómat og starfaði áður sem framkvæmdastýra Global Environment Facility (2006-2012).

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flytur upphafsávarp. Fundarstjóri er Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða.

Fundurinn stendur frá 12:15 – 13:15 og er í sal Þjóðminjasafnsins. Erindi eru flutt á ensku og eru allir velkomnir.

Að fundinum standa utanríkisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Stofnun Sæmundar fróða, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins og Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta