Hoppa yfir valmynd
12. júní 2014 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður um úthlutun á WTO tollkvóta

Þriðjudaginn 3. júní 2014 rann út umsóknarfrestur um tollkvóta vegna innflutnings á nauta-, svína-,  kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015.

Samtals bárust umsóknir frá sextán aðilum um tollkvótann. Til útboðs kom á tollkvótum á alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum þar sem umsótt magn var meira en það magn sem í boði var.

Samtals bárust  þrettán gild tilboð í tollkvótann.

Sex umsóknir bárust um innflutning á nautagripakjöti, samtals 37.200 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 95.000 kg.

Átta umsóknir bárust um innflutning á svínakjöti, samtals 58.200 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 64.000 kg.

Tvær umsóknir bárust um innflutning á kinda- eða geitakjöti, samtals 70.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 345.000 kg.

Níu tilboð bárust um innflutning á kjöti af alifuglum, samtals 213.300 kg á meðalverðinu 256 kr./kg.  Hæsta boð var 590 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 59.000 kg á meðalverðinu 357 kr./kg.

Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum, samtals 118.500 kg. á meðalverðinu 73 kr./kg. Hæsta boð var 309 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg.  Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 86.000 kg á meðalverðinu 99 kr./kg.

Tíu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum, samtals 175.900 kg á meðalverðinu 149 kr./kg.  Hæsta boð var 430 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg.  Tilboðum var tekið frá á tíu fyrirtækjum um innflutning á 119.000 kg á meðalverðinu 206 kr./kg.

Tvö tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á smjöri, samtals 68.000 kg á meðalverðinu 1 kr./kg.  Hæsta boð var 1 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg.  Tilboðum var tekið frá á einu fyrirtæki um innflutning á 53.000 kg á meðalverðinu 1 kr./kg.

Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:

 

Nautgripakjöt fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015

Magn (kg) Tilboðsgjafi
        200 Eggert Kristjánsson ehf
   10.000 Innnes ehf
   10.000 Nautica ehf
     3.000 Nordquist ehf
     8.000 Perlukaup ehf
     6.000 Viðbót ehf

 

Svínakjöt fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015

Magn (kg) Tilboðsgjafi
    3.000 Aðföng hf
       200 Eggert Kristjánsson ehf
    1.000 Garri ehf
  30.000 Íslenskar matvörur ehf
    5.000 Innnes ehf
  10.000 Nautica ehf
    3.000 Perlukaup ehf
    6.000 Viðbót ehf

 

Kjöt af kinda- og geitakjöti fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015

Magn (kg) Tilboðsgjafi
  10.000 Innnes ehf
  60.000 Íslenskar matvörur ehf.

 

Kjöt af alifuglum fyrir tímabilið júlí 2013 – júní 2014

Magn (kg) Tilboðsgjafi
  34.000 Aðföng hf.
    5.000 Garri ehf
  20.000 Innnes ehf

 

 

Unnar kjötvörur fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015

Magn (kg) Tilboðsgjafi
  10.000 Aðföng hf
  10.000 Eggert Kristjánsson ehf
  25.500 Innnes ehf
    5.000 Íslenskar matvörur ehf
    5.000 Kaupás hf
  17.000 KFC ehf
    4.500 Market ehf
    9.000 Nautica ehf

 

Ostur fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015

Magn (kg) Tilboðsgjafi
  10.000 Aðföng hf
  26.000 Eggert Kristjánsson ehf
    2.100 Garri ehf
  33.100 Innnes ehf
    7.000 Íslenskar matvörur ehf
    3.000 KFC ehf
  30.000 Mjólkursamsalan ehf
    1.800 Market ehf
    5.000 Nautica ehf
    1.000 Rain ehf

 

Smjör fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015

Magn (kg) Tilboðsgjafi
  53.000 Innnes  ehf.

 

Reykjavík, 11. júní 2014.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta