Niðurstöður um úthlutun á WTO tollkvóta
Þriðjudaginn 3. júní 2014 rann út umsóknarfrestur um tollkvóta vegna innflutnings á nauta-, svína-, kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015.
Samtals bárust umsóknir frá sextán aðilum um tollkvótann. Til útboðs kom á tollkvótum á alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum þar sem umsótt magn var meira en það magn sem í boði var.
Samtals bárust þrettán gild tilboð í tollkvótann.
Sex umsóknir bárust um innflutning á nautagripakjöti, samtals 37.200 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 95.000 kg.
Átta umsóknir bárust um innflutning á svínakjöti, samtals 58.200 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 64.000 kg.
Tvær umsóknir bárust um innflutning á kinda- eða geitakjöti, samtals 70.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 345.000 kg.
Níu tilboð bárust um innflutning á kjöti af alifuglum, samtals 213.300 kg á meðalverðinu 256 kr./kg. Hæsta boð var 590 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 59.000 kg á meðalverðinu 357 kr./kg.
Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum, samtals 118.500 kg. á meðalverðinu 73 kr./kg. Hæsta boð var 309 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 86.000 kg á meðalverðinu 99 kr./kg.
Tíu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum, samtals 175.900 kg á meðalverðinu 149 kr./kg. Hæsta boð var 430 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá á tíu fyrirtækjum um innflutning á 119.000 kg á meðalverðinu 206 kr./kg.
Tvö tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á smjöri, samtals 68.000 kg á meðalverðinu 1 kr./kg. Hæsta boð var 1 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá á einu fyrirtæki um innflutning á 53.000 kg á meðalverðinu 1 kr./kg.
Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:
Nautgripakjöt fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
200 | Eggert Kristjánsson ehf |
10.000 | Innnes ehf |
10.000 | Nautica ehf |
3.000 | Nordquist ehf |
8.000 | Perlukaup ehf |
6.000 | Viðbót ehf |
Svínakjöt fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
3.000 | Aðföng hf |
200 | Eggert Kristjánsson ehf |
1.000 | Garri ehf |
30.000 | Íslenskar matvörur ehf |
5.000 | Innnes ehf |
10.000 | Nautica ehf |
3.000 | Perlukaup ehf |
6.000 | Viðbót ehf |
Kjöt af kinda- og geitakjöti fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
10.000 | Innnes ehf |
60.000 | Íslenskar matvörur ehf. |
Kjöt af alifuglum fyrir tímabilið júlí 2013 – júní 2014
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
34.000 | Aðföng hf. |
5.000 | Garri ehf |
20.000 | Innnes ehf |
Unnar kjötvörur fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
10.000 | Aðföng hf |
10.000 | Eggert Kristjánsson ehf |
25.500 | Innnes ehf |
5.000 | Íslenskar matvörur ehf |
5.000 | Kaupás hf |
17.000 | KFC ehf |
4.500 | Market ehf |
9.000 | Nautica ehf |
Ostur fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
10.000 | Aðföng hf |
26.000 | Eggert Kristjánsson ehf |
2.100 | Garri ehf |
33.100 | Innnes ehf |
7.000 | Íslenskar matvörur ehf |
3.000 | KFC ehf |
30.000 | Mjólkursamsalan ehf |
1.800 | Market ehf |
5.000 | Nautica ehf |
1.000 | Rain ehf |
Smjör fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
53.000 | Innnes ehf. |
Reykjavík, 11. júní 2014.