Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið júlí – desember 2014
Miðvikudaginn 4. júní 2014 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2014.
Tvö tilboð bárust um innflutning á blómstrandi pottaplöntum á vörulið (0602.9091) samtals 2.350 stk. á meðalverðinu 113 kr./stk. Hæsta boð var 130 kr./stk. en lægsta boð var 103 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 1.650 stk. á meðalverðinu 116 kr./stk.
Tvö tilboð bárust um innflutning á öðrum pottaplöntum, (0602.9093) samtals 2.910 stk. á meðalverðinu 112 kr./stk. Hæsta boð var 130 kr./stk. en lægsta boð var 103 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 2.160 stk. á meðalverðinu 115 kr./stk.
Eitt tilboð barst um innflutning á tryggðablómum (0603.1400) samtals 6.500 stk., á meðalverðinu 11 kr./stk. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki um innflutning á 6.500 stk. á meðalverðinu 11 kr./stk.
Þrjár umsóknir bárust um innflutning á afskornum blómum, (0603.1909) samtals 78.000 stk. og náðu umsóknir ekki tilteknum stykkjafjölda sem í boði var eða 166.250 stk. Úthlutað var án útboðs.
Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunararráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða/umsókna þeirra:
Blómstrandi pottaplöntur júlí - desember 2014
Magn (stk) | Tilboðsgjafi |
900 | Húsasmiðjan / Blómaval |
750 | Gróðurvörur ehf |
Aðrar pottaplöntur janúar – júní 2014
Magn (stk) | Tilboðsgjafi |
1.410 | Húsasmiðjan / Blómaval |
750 | Gróðurvörur ehf |
Tryggðablóm janúar – júní 2014
Magn (stk) | Tilboðsgjafi |
6.500 | Samasem ehf |
(Annars) afskorin blóm janúar – júní 2014
Magn (stk) | Tilboðsgjafi |
6.000 | Gróðurvörur ehf |
22.000 | Grænn markaður ehf |
50.000 | Samasem ehf |
Reykjavík, 11. júní 2014.