Ný hafnarreglugerð fyrir Sandgerðisbæ
Ný hafnarreglugerð fyrir Sandgerðisbæ hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar. Reglugerðinni er breytt að frumkvæði Sandgerðisbæjar sem samþykkti hana á fundi sínum 6. maí síðastliðinn.
Breytingarnar eru eingöngu til komnar vegna breytinga á stofnanaskipan ríkisins svo og vegna breytinga í stjórnsýslu Sandgerðisbæjar. Hefur nýja reglugerðin verið send Samgöngustofu og Vegagerðinni til umsagnar og bárust ekki athugasemdir. Reglugerðin er sett með heimild í 4. gr. hafnalaga, nr. 61/2003 og 17. gr. laga nr. 417/2003, um vaktstöð siglinga.