Hoppa yfir valmynd
18. júní 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Starfshópur endurskoðar lög og reglur með tilliti til myglusvepps 

Hús í Reykjavík
Byggingar í Reykjavík.

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp sem endurskoða á lög og reglur með tilliti til myglusvepps og þess tjóns sem hann getur valdið.

Hlutverk starfshópsins er m.a. að skoða lög og reglugerðir á sviði byggingarmála og þær kröfur sem þar eru gerðar til byggingarvara og við mannvirkjagerð. Þá á hópurinn að fara yfir eftirlit stjórnvalda og leiðbeiningar og fræðslu til fagaðila í ljósi þess vanda sem myglusveppur í húsnæði getur valdið. Einnig verða lög og reglugerðir á sviði hollustuhátta um gæði húsnæðis og umhirðu tekin til skoðunar, skyldur eigenda og umráðamanna húsnæðis í því sambandi og þær leiðbeiningar sem til staðar eru um umhirðu húsnæðis.

Við endurskoðunina skal starfshópurinn hafa það markmið að leiðarljósi að komið sé í veg fyrir myndun myglusvepps í húsnæði. Skipun hans er í samræmi við ályktun Alþingis frá 12. maí sl. og skal hann skila skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum til ráðherra fyrir 1. janúar 2015. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta