Ráðstefna: Fjölskyldustefnur á Norðurlöndunum og velferð barna
Ráðstefnan er hluti af dagskrá vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014 og er markmið hennar að varpa ljósi á sögulega þróun í málaflokknum. Farið er yfir þætti sem miða að því að auka velferð barna og barnafjölskyldna og helstu viðfangsefni í málefnum fjölskyldunnar. Fjallað verður um forvarnir og aðkomu grunnþjónustu sveitarfélaga að velferð fjölskyldna. Gefinn verður gaumur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem er 25 ára um þessar mundir. Að lokum er horft til framtíðar út frá tillögu til þingsályktunar um fjölskyldustefnu og aðgerðaáætlun með áherslu á börn á Íslandi, en vinna við mótun hennar hófst um mitt árið 2013 og er nú langt komin.
Ráðstefnan er öllum opin og gjaldfrjáls. Sérstaklega er þó vænst þátttöku fagfólks í málaflokknum, fræðimanna, stjórnenda og annarra sem starfa að stefnumótun í velferðarþjónustu. Fjöldi á ráðstefnunni er takmarkaður og skráning fer fram á http://registration.yourhost.is/forms/fpcw2014/skraning.php