Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2014 Utanríkisráðuneytið

59 milljónir til neyðaraðstoðar

Neyðarástand vegna ófriðar, náttúruhamfara og uppskerubrests það sem af er ári, 2014, er víðar en áður eru dæmi um. Aldrei hafa jafnmörg svæði verið flokkuð samtímis sem hæsta stig neyðar og nú, hjá Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (OCHA) og Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) en þessar stofnanir gegna lykilhlutverki í samræmingu og skilgreiningu neyðarástands. Því hafa íslensk stjórnvöld veitt 59 milljónum kr. í neyðaraðstoð á fyrstu mánuðum ársins.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ákvað á vormánuðum að kallað skyldi eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki vegna neyðaraðstoðar, í Sýrlandi,  Namibíu og Mið-Afríkulýðveldinu.

Eftirfarandi fimm umsóknir voru samþykktar og var úthlutað samtals 51 milljón kr:

Rauði krossinn á Ísland:

  • Neyðarkall vegna þurrka í Namibíu, 5 m.kr.
  • Framlag til Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) vegna Sýrlands, 13.m.kr.
  • Neyðaraðstoð í samvinnu við Rauða krossinn í Noregi, dreifing hjálpargagna til fórnarlamba stríðsins í Sýrlandi, 10 m.kr.  
  • Framlag til neyðaraðstoðar Alþjóðaráðs Rauða kossins í Mið-Afríkulýðveldinu, eyrnamerkt verndun gegn kynferðisofbeldi gagnvart konum, 13 m.kr.

SOS barnaþorp

  • Styrkur til neyðaraðstoðar Sýrlandi að upphæð 10 m.kr.

Þá var veitt aðstoð til Serbíu og Bosníu vegna nýafstaðinna flóða á Balkanskaga og var Rauða krossinum á Íslandi falið að koma neyðaraðstoð utanríkisráðherra og ríkisstjórnarinnar til systursamtaka sinna í Bosníu og Serbíu, samtals 8 m.kr. sem fyrr hefur verið greint frá.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta