Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Samið við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga

Sjúkrabifreið
Sjúkrabifreið

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn er gerður til níu mánaða og gildir frá 1. júlí 2014 til og með 31. mars 2015. Hann er gerður á grundvelli gildandi fjárveitinga til verkefnisins.

Heilbrigðisráðherra fól SÍ með bréfi, dags. 4. júní 2014, að gera samning um sjúkraflutninga á höfuðborgar­svæðinu. Samningar um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu runnu út í ársbyrjun 2012 og hefur SHS því sinnt þessari þjónustu án samnings síðan.

Kristján Þór segir ánægjulegt að samningar milli aðila hafi tekist. „Það er afar ánægjulegt að samningar um þessa mikilvægu öryggisþjónustu hafi tekist eftir svo langan samningslausan tíma. Samningurinn er gerður til bráðabirgða en ég vonast auðvitað til þess að langtímasamningar náist sem allra fyrst.“

Samningsaðilar stefna að gerð langtímasamnings með gildistöku 1. apríl 2015.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta