Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2014 Utanríkisráðuneytið

Ísland býður Úkraínu kortlagningu á jarðhita

Gunnar Bragi og Petro Poroshenko

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Vitalii Grygorovskyi, aðstoðarforstjóri Stofnunar um orkusparnað í Úkraínu, ræddu samstarf íslenskra og úkraínskra stjórnvalda á sviði jarðhitanýtingar í Kænugarði í dag. 

Íslensk stjórnvöld hafa boðist til að kortleggja tækifæri í virkjun jarðhita í Úkraínu sem lið í að auka fjölbreytni og efla þátt endurnýjanlegra orkugjafa í orkuöflun landsins. Á fundinum var ákveðið að hefja undirbúning að samstarfi ríkjanna á þessu sviði.

Gunnar Bragi segir tækifæri til nýtingar jarðhita vera í vesturhluta Úkraínu. Alþjóðleg þekking og reynsla íslenskra sérfræðinga, meðal annars frá Rúmeníu og Ungverjalandi, geti reynst dýrmæt til að meta hvaða skref sé skynsamlegt að taka. Hann segir virkjun jarðhita geta reynst íbúum Úkraínu dágóð búbót, sérstaklega vegna húshitunar, enda sé jarðhiti stöðug og hrein orkuauðlind.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta