Hoppa yfir valmynd
18. júlí 2014 Utanríkisráðuneytið

Yfirlýsing vegna atburða í Úkraínu 

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vottar ættingjum og vinum þeirra sem voru um borð í flugvél malasíska flugfélagsins sem grandað var yfir austurhluta Úkraínu samúð sína.

Utanríkisráðherra segir skelfilegt að farþegaflugvél hafi verið grandað með flugskeyti og fordæmir verknaðinn harðlega. 

Hann segir áríðandi að óháð alþjóðleg rannsókn fari fram án tafar á tildrögum þess að flugvélin fórst. Það sé skýr krafa að rannsóknaraðilar geti safnað gögnum og upplýsingum sem leiði í ljós hver beri ábyrgð á þessum hörmulega verknaði. Einnig verði að gera björgunarfólki kleift að sinna störfum sínum á vettvangi þannig að hinum látnu verði sýnd tilhlýðileg virðing.

Utanríkisráðherra segir brýnt að alþjóðasamfélagið sameinist um að bregðast við þessum forkastanlega verknaði og að binda verði enda á deilur í austurhluta Úkraínu. Hann segir að í heimsókn sinni til Úkraínu í vikunni hafi hann séð að íbúar í austurhluta landsins vilji búa í sátt og samlyndi við landa sína í öðrum héruðum og án íhlutunar erlendra afla.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta