Hoppa yfir valmynd
22. júlí 2014 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra veitir neyðaraðstoð vegna ástandsins á Gaza

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita tólf milljón króna framlag til tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza vegna þeirra brýnu neyðar sem skapast hefur vegna átakanna á svæðinu. Er þar brugðist við neyðarkalli sem íslenskum stjórnvöldum barst fyrir síðustu helgi vegna ástandsins á Gaza þar sem þörf á mannúðaraðstoð er afar mikil.

Yfir 100 þúsund íbúa á svæðinu eru á vergangi og mikill skortur er á hjálpargögnum og hreinlætisaðstöðu. Gunnar Bragi segir ástandið alvarlegt og að nauðsynlegt sé að bregðast við því tafarlaust. "Því hef ég ákveðið að veita tólf milljón króna framlag til stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza, annars vegar sex milljónir til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og hins vegar sex milljónir til UNRWA (Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn)", segir Gunnar Bragi. Munu framlögin nýtast til að tryggja grunnaðstoð, svo sem mat, skjól, vatn og hreinlætisaðstöðu, sem og sálrænan stuðning við börn og heilbrigðisþjónustu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta