Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2014 Utanríkisráðuneytið

Samningur um verkefni í öryggis- og varnarmálum 

Gunnar Bragi og Hanna Birna

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirrituðu í dag samning sem felur Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands að sinna framkvæmd verkefna á grundvelli varnarmálalaga nr. 34/2008. Um er að ræða frekari útfærslu á samkomulagi frá 11. desember 2010 um ráðstöfun verkefna er Varnarmálastofnun fór áður með. Með samningnum er einnig fest í sessi formlegt samskipta- og samráðsferli forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis um öryggis- og varnarmál. „Samningurinn festir í sessi fyrirkomulag verkefna sem Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri hafa sinnt afar vel og gerir okkur betur kleift að vinna að langtímaáætlunumí þessum mikilvæga málaflokki", segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í tilefni af undirrituninni. 

Auk þeirra Gunnars Braga og Hönnu Birnu undirrituðu samninginn Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Haraldur Johannessen Ríkislögreglustjóri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta