Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2014 Dómsmálaráðuneytið

Allsherjar- og menntamálanefnd skoðaði framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heimsótti í síðustu viku fangelsið á Litla Hrauni og Sogni og kynnti sér einnig framkvæmdir við nýja fangelsið á Hólmsheiði.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnti sér framkvæmdirnar á Hólmsheiði á dögunum.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnti sér framkvæmdirnar á Hólmsheiði á dögunum.

Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður tók á móti þeim og kynnti starfsemi Fangelsismálastofnunar í fangelsunum og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneyti, og Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tóku svo á móti nefndinni á Hólmsheiði og kynntu fyrir þeim uppbyggingu nýs fangelsis þar.

Starfsmenn Framkvæmdasýslu ríksins, þau Örn Baldurson verkefnisstjóri, Hreinn Sigurðsson, verkefnisstjóri og eftirlitsmaður, og Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, BIM sérfræðingur, fjölluðu um hönnun og verklega framkvæmd við fangelsið

Á myndinni eru frá vinstri: Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Páll Winkel, Vilhjálmur Árnason, Guðbjartur Hannesson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Páll Valur Björnsson, Svandís Svavarsdóttir, Hreinn Sigurðsson og Örn Baldursson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta