Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2014 Dómsmálaráðuneytið

Norræn ráðstefna um gjafsóknarreglur í einkamálum

Föstudaginn 5. september 2014 verður haldin norræn ráðstefna um gjafsóknarreglur í einkamálum á Norðurlöndum. Að ráðstefnunni standa Lagastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við innanríkisráðuneytið og Lögmannafélag Íslands með styrk frá Norræna ráðherraráðinu og Norræna húsinu.

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi sem vinna við gjafsóknarmál gera grein fyrir þeim reglum sem gilda og þau atriði sem reynir mest á. Þá munu lögmenn frá sömu löndum, með mikla reynslu í þessum málaflokki, fjalla um reynslu sína og hvað betur má fara í löggjöf og framkvæmd að þeirra mati.

Einnig verður fjallað um hvort gjafsókn sé veitt öðrum en einstaklingum, hvort gjafsóknarþegar taki í sumum tilvikum þátt í kostnaði, hvort það sé gert að skilyrði og hvort takmörk séu á gjafsóknarkostnaði. Þá verður einnig rætt um hver sé framtíðarsýn m.a. með tilliti til þess hvort lögð sé áhersla á að spara í þessum málaflokki og hverjar geti verið afleiðingar slíkrar stefnu.

Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík frá kl. 13 til 18 og er ókeypis og öllum opin. Þeir sem vilja sækja hana eru beðnir að skrá sig í síðasta lagi 2. september á vef Lagastofnunar þar sem einnig eru nánari upplýsingar um dagskrána.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta