Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2014 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra opnar þýðingamiðstöð á Seyðisfirði

Helgi Örn Pétursson, Gunnar Bragi, Rannveig Þórhallsdóttir og Sigurlaug Gunnarsdóttir
Helgi Örn Pétursson, Gunnar Bragi, Rannveig Þórhallsdóttir og Sigurlaug Gunnarsdóttir

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, opnaði í dag starfsstöð þýðingamiðstöðvar á Seyðisfirði. Þrír starfsmenn munu starfa á Seyðisfirði en nú þegar eru starfsstöðvar á Ísafirði og Akureyri og í Reykjavík. Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins var stofnuð árið 1990 vegna viðræðna um EES samninginn en meginhlutverk hennar er að þýða gerðir sem heyra undir EES. Þá hafa starfsmenn hennar einnig sérhæft sig í að þýða alþjóðlega samninga, lagatexta, og aðra texta þar sem krafist er staðlaðs hugtakaforða. Einnig sinnir þýðingamiðstöðin tilfallandi verkefnum og hafa þannig þrír starfsmenn lagt Almannavörnum lið undanfarna daga við þýðingar á fréttatilkynningum og öðru efni vegna Bárðarbungu.

Í heild starfa 37 starfsmenn við þýðingar í utanríkisráðuneytinu, þar af sex á Akureyri, tveir á Ísafirði og núna þrír á Seyðisfirði. Þýðingamiðstöðin heldur úti hugtakasafni á netinu þar sem fletta má upp íslenskum sérfræðihugtökum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta