Um eitt þúsund manns heimsóttu ráðuneytið
Um eitt þúsund manns lögðu leið sína í utanríkisráðuneytið á opnu húsi á laugardag. „Við erum dipló“ var yfirskrift opna hússins að þessu sinni og var athyglinni beint að diplómatíunni sem hefur áhrif á alla Íslendinga, hvern einasta dag, allan ársins hring.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók á móti gestum í anddyri og á skrifstofu sinni. Starfsfólk ráðuneytisins opnaði sömuleiðis inn á skrifstofur sínar og sagði gestum og gangandi frá starfinu og þeim málaflokkum sem það starfar við. Fjöldi örfyrirlestra voru í boði og sýndar gamlar ljósmyndir úr sögu íslenskra utanríksmála.
Boðið var upp á tónlistaratriði og beint samband við starfsfólk sendiráðs Íslands í Berlín og fulltrúa Íslands í Kænugarði. Á göngum ráðuneytisins var fræðslusýning um starf utanríkisþjónustunnar, þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér þróunaraðstoð, aðstoð við Íslendinga erlendis, hafréttarmál og þýðingar, norðurslóðir, viðkskiptasamningam, öryggis-, umhverfis- og auðlindamál, svo fátt eitt sé talið.
Þá var kynning á formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni og verkefni henni tengd voru kynnt, m.a. matvælakynning Matís og tónlistar- og vísindaverkefnið Biophilia