Hoppa yfir valmynd
15. september 2014 Dómsmálaráðuneytið

Reglur um hæfnisnefnd lögreglu til umsagnar

Reglur um skipan hæfnisnefndar lögreglunnar eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 22. september og skal senda umsagnir á netfangið [email protected]

Tilgangur reglnanna er að stuðla að því að val á lögreglumönnum ráðist af hæfni umsækjenda og grundvallist á ráðningarferli þar sem jafnræði og gagnsæi eru höfð að leiðarljósi. Hæfnisnefnd skal vera sjálfstæð í störfum sínum.

Sú breyting varð á lögreglulögum nr. 90/1996 á síðastliðnu vori að sett var ákvæði í lögin um að ríkislögreglustjóri starfræki hæfnisnefnd til að veita lögreglustjórum ráðgefandi álit um hæfni umsækjenda við skipun í störf lögreglumanna. Var þetta gert að tillögu allsherjar- og menntamálanefndar við 2. umræðu frumvarpsins á Alþingi. Er ákvæðið að finna í f-lið 2. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 sbr., a. lið 2. gr. laga nr. 51/2014. Með ákvæðinu á að stuðla enn frekar að því að staðið verði að skipun starfsmanna lögreglu á faglegan hátt og með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi.

Samkvæmt ofangreindu ákvæði skal ráðherra setja reglur um skipan og störf hæfnisnefndarinnar þar sem m.a. er fjallað um skipun nefndar, hæfi nefndarmanna, verkefni og málsmeðferð. Reglurnar hafa verið kynntar lögreglustjórum sem og Landsambandi lögreglumanna og eru nú birtar á vef ráðuneytisins. Reglurnar taka gildi þegar þær hafa verið birtar í Stjórnartíðindum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta