Innanríkisráðuneytið fellir úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um Breiðafjarðarferju
Innanríkisráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um að ekki sé heimilt að flytja inn og skrá á íslenska skipaskrá norsku ekjuskipsferjuna Vågen, sem Sæferðir hyggjast nota til siglinga um Breiðafjörð. Telur ráðuneytið að fyrirtækinu sé heimilt að flytja inn ferjuna en ráðgert er að hún taki við af Baldri sem Breiðafjarðarferja og er því ekkert til fyrirstöðu að skipið geti hafið siglingar þegar það kemur til landsins.