Hoppa yfir valmynd
19. september 2014 Utanríkisráðuneytið

Fyrirhugaðar breytingar á þróunarsamvinnu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að láta vinna frumvarp til laga um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands nr. 121/2008 þar sem lagt verður til að öll starfsemi á sviði þróunarsamvinnu verði sameinuð í utanríkisráðuneytinu sem ein lykilstoð utanríkisstefnunnar. Enn fremur er gert ráð fyrir að í frumvarpinu verði að finna tillögur að öðrum breytingum á fyrirkomulagi og skipulagi þróunarsamvinnu, þar með talið aukinni aðkomu Alþingis að málaflokknum.

Með þessu er þróunarsamvinna Íslendinga sameinuð á einn stað en hún er nú tvískipt, annars vegar er fjölþjóðleg þróunarsamvinna utanríkisráðuneytisins og hins vegar tvíhliða starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar í þremur löndum.

Gunnar Bragi segir helstu rökin fyrir sameiningu vera öflugra starf, meiri heildarsýn og  skilvirkni, markvissari stefnumótun  og aukin hagræðing.  Þá megi gera ráð fyrir því að með aukinni samhæfingu verði  áhrif og árangur meiri. 

Ákvörðunin er m.a. byggð á tillögum og rökum sem koma fram sérstakri rýni sem framkvæmd var á þróunarsamvinnu Íslands af þróunarsamvinnunefnd OECD árið 2013 og skýrslu sem Þórir Guðmundsson vann fyrr á árinu fyrir utanríkisráðherra um skipulag, skilvirkni og árangur á sviði þróunarsamvinnu Íslands. Fjölmörg önnur ríki hafa farið sömu leið, m.a. Danmörk, Finnland, Noregur og Írland.

Með fyrirhugaðri breytingu mun starfsfólk ÞSSÍ flytjast til starfa í utanríkisráðuneytinu, en ekki er gert ráð fyrir að störfum verði fækkað.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta