Hoppa yfir valmynd
22. september 2014 Utanríkisráðuneytið

Nýr forstjóri Norræna hússins

Daninn Mikkel Harder Munck-Hansen tekur við stöðu forstjóra Norræna hússins þann 1. Janúar 2015.

Munck-Hansen hefur m.a. gengt stöðu forstjóra Miðstöðvar fyrir menningu og þróun í Danmörku, auk þess að hafa verið stjórnandi kvikmyndahátíða Kaupmannahafnar og yfirstjórnandi leikaradeildar Hins Konuglega leikhúss.

Staðan var auglýst laus til umsóknar í vor og alls sóttu 57 um starfið. Fráfarandi forstjóri, Max Dager hefur gengt stöðunni síðan 2007.

Norræna húsið hlýtur stuðning frá Norrænu ráðherranefndinni og hefur það að markmiði að efla norrænt samstarf og efla samheldni milli landanna.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta