Hoppa yfir valmynd
30. september 2014 Forsætisráðuneytið

Bára Magnúsdóttir - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Til stjórnarskrárnefndar.

Ég var ein þeirra sem kaus í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá og vildi að hún yrði lögð til grundvallar stjórnarskrá sem myndi leysa af hólmi þá hálfdönsku sem við höfum notast við frá stofnun lýðveldisins. Þó var ég alls ekki sammála öllu í stjórnarskrárdrögunum og hefði viljað fá að kjósa um fleiri atriði. 

Mér fannst til dæmis hlutfall kjósenda sem geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu alltof lágt, mér fannst heldur ekki góð hugmynd að kjósendur geti lagt fram þingmál eða frumvörp á Alþingi. Ég vil heldur ekki persónukjör til þings. 

Ég vil ekki heldur að gert sé ráð fyrir þjóðkirkju i stjórnarskránni. En mér finnst réttlætismál að atkvæði allstaðar á landinu vegi jafnt. Þá þykir mér brýnt að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign. Þó ekki nema þessi tvö síðustu atriði fengju sess í nýrri stjórnarskrá  væri það að mínu mati mikil breyting til batnaðar frá því sem nú er. 

Þess vegna geri ég orð Margrétar Tryggvadóttur að mínum, en hún birti bréf sem hún sendi ykkur, og benti á að þegar væri til frumvarp byggt á vinnu stjórnlagaráðs. 

„Það er óásættanlegt að farið sé aftur á byrjunarreit í þessu máli og vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé hafður að engu. Eina leiðin til að bjarga því sem eftir er af virðingu Alþingis og stjórnmálastéttarinnar er að sjá til þess að þjóðin fái sem fyrst þá nýju stjórnarskrá sem kallað hefur verið eftir.“

Með kveðju,
Bára Magnúsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta