Hoppa yfir valmynd
30. september 2014 Forsætisráðuneytið

S​igurbjörg S​jöfn Rafnsdóttir - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

'Eg undirrituð tek hér með í einu og öllu undir neðangreindar, áhyggjur, athugasemdir sem og ályktanir aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins þ. 28. september 2014.

Athugasemdir við áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar.

Stjórnarskrárfélagið lýsir yfir áhyggjum af þeirri stefnu sem endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur tekið í meðförum Alþingis og starfandi stjórnarskrárnefndar.

Alþingi ber siðferðileg og pólitísk skylda til að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem það sjálft boðaði til. Annað væri andlýðræðislegt og myndi setja skelfilegt fordæmi sem væri örugglega ekki til þess fallið að auka tiltrú almennings á kosningum.

Stjórnarskrárfélagið krefst þess af öllum fulltrúum í hinni nýlega skipuðu stjórnarskrárnefnd Alþingis að virða þá lýðræðislegu grundvallarskyldu.

​Virðingarfyllst​

S​igurbjörg S​jöfn Rafnsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta