Hoppa yfir valmynd
1. október 2014 Forsætisráðuneytið

Ragnar Thorisson - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Til stjórnarskrárnefndar Alþingis:
Undirritaður vill gjarnan benda á og vekja athygli nefndarinnar á að í þeim texta sem greinilega hefur verið fjölfaldaður og klístrað inn sem ábending til nefndarinnar undir hinum ýmsu nöfnum, er farið frjálslega ef ekki rangt með úrslit kosningana þann 20. okt. 2012.
Fullyrt er að 67% þeirra sem tóku afstöðu hafi lagt samþykki sitt við fyrstu spurningu kosningana.

Í fyrsta lagi þá er það auðvitað svo að ef gefin er kostur á því að sitja hjá í kosningum, eins og möguleiki var á í stjórnlagakosningunum, þá þýðir það ekki að menn taki "ekki" afstöðu. Hjáseta hefur hingað til verið túlkuð á þann veg að kjósandanum líki hvorug ákvörðunin sem felst í Já eða Nei, en ekki sú að menn hafi enga skoðun á málinu. Benda má á atkvæðagreiðslu a alþingi þessu til áréttingar. Þingmenn sitja auðvitað ekki hjá vegna þess að þeir hafi enga skoðun á því sem verið er að kjósa um. 
Einnig er vert að hafa í huga að stór þversögn fellst í því að greiða atkvæði gegn vilja Stjórnlagaráðs í einhverri spurninganna 2 - 6, sem vel var mögulegt á gildum kjörseðli, en svara svo fyrstu spurningu játandi.
Að lokum vil ég benda á að ef reikningsaðferð sumra stjórnlagaráðsmanna er notuð, þá kemur upp sú staða að í einni og sömu kosningunni eru komnar upp 6 ólikar tölur yfir gilda kjósendur. Jafnmargar spurningunum. Slíkt hlítur að stangast á við allar hefðir og lög um kosningar.

Staðreynd kosningana þann 20. okt 2012 er sú að 64,2% kjósenda (minna en 2/3 hlutar) í kosningu með 49% þáttöku, krossuðu við JA við fyrstu spurningu! Sú staðreynd getur varla talist merki um skýran vilja þjóðarinnar til skjalsins sem stjónlagaráð skilaði af sér, enda gaf  orðun fyrstu spurningu heldur ekkert tilefni skýrrar útkomu um örlög skjalsins önnur en að það færi í frekar vinnslu alþingis.  Þar að auki þá er hvortveggja kjörsókn og mengd JÁ atkvæða of lítil til að tilefni séu til róttækra breytinga á stjórnarskrá. Meirihluti allra lýðræðisríkja sem taka stjórnarskránna alvarlega hafa ákvæði um kjörsókn og eða mengd samþykktra atkvæða, og niðurstaða og úrslit íslensku kosningana stenst ekki það sem viðgengst meðal betri lýðræðisríkja.
Víðtæk sátt og samlyndi um grunnlögin er grundvöllur heilbrigðs samfélags, vonandi verður það áfram svo á Íslandi.

Takk fyrir 
Ragnar Thorisson.   

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta